
Notaðu Melda til að halda utan um mætingar á starfsmannahóf, hvataferðir, ráðstefnur, námskeið og móttökur.

Hvort sem um er að ræða lítið hóf eða stóra ráðstefnu.
Melda aðlagar sig að þínum þörfum.
Settu inn nafna- og netfangalista úr kerfunum þínum og sendu öllum boð í einu.
Lestu inn starfsmannalista úr HR kerfinu og sendu mörg boð í einu.
Bjóddu netfangalista úr Mailchimp, Klaviyo eða öðrum póstlistaþjónustum.
Sæktu viðskiptamannalistann þinn og bjóddu viðskiptavinum á viðburði.
Lestu inn tengiliðalista úr bókhaldskerfinu til að bjóða birgja eða samstarfsaðilum.
Melda tekur við tengiliðagögnum úr öllum kerfum og breytir þeim í flottar og þaulskipulagðar upplýsingar.
Minnkaðu óreiðu og álag, svaraðu spurningum áður en þær vakna.
Melding í viðburðinn býr til færslu í dagatölum gesta svo þeir gleyma ekki.
Gestir fá kort og vegvísun á réttan stað.
Láttu gesti vita um bílastæði, aðgengi og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Melda minnir gesti sjálfkrafa á mætingu kvöldið fyrir viðburðinn.
Melda minnir óákveðna á að melda sig.
Fáðu yfirlit yfir mætingu með öllum upplýsingunum sem skipta máli.
Gestir skrá mataróskir og aðrar þarfir þegar þeir melda sig.
Búðu til eigin spurningar sem gestir svara við meldingu. Safnaðu nákvæmlega þeim upplýsingum sem þú þarft fyrir viðburðinn.
Fáðu lista yfir þá sem mættu með öllum nauðsynlegum upplýsingum — nöfn, netföng og kennitölur — með einum smelli.
Skoðaðu úrval tónlistarmanna og skemmtikrafta á markaðstorgi Melda og gerðu viðburðinn ógleymanlegan.
Finndu hinn fullkomna listamenn
Skoðaðu veislusali, ráðstefnusali og aðra hentuglega sali á markaðstorgi Melda.